- Hvar eru öll þín æskuár? Ég týndi þeim á sjónum. - Hvar fékkst þú þín svörtu sár? Ég fékk þau á sjónum. - Þér líður þá í landi skár? Mér líður best á sjónum. - En því þá þessi tregatár? Ég týndi báðum skónum. Æ elsku vinur veistu hvað vertu ekki neitt að gráta það Því lífsins götur okkur alla leiða á villuveg í veröld sem í raun og veru er bara alveg yndisleg   Þú fékkst ansi þungan dóm. - Þrautarlífs um göngu. Og um það gekkst í engum skóm. - En ég stóð samt í ströngu: Allt sem áttir bara hjóm. - Allt horfið fyrir löngu. Og tilvera þín alveg tóm. - Og tómið fullt af öngvu. Æ elsku vinur veistu hvað vertu ekki neitt að gráta það Því lífsins götur okkur alla leiða á villuveg í veröld sem í raun og veru er bara alveg yndisleg   Þetta líf er heldur þreytt. - Þú varðst strax að róna. Eitt getur af öðru leitt. - En þú varðst strax að róna. Um það fæ ég engu breytt. - Nei enginn breytir róna. Þá er ðeins eftir eitt. - Að finna á þig skóna.
© Kormákur Bragason. Þýðing, ?
© "South River Band". Söngur, 2007