Hvar sem er, líka hér, gættu þín góði
gangtu aldrei offullur langt út í heim.
Bílarnir bruna þar brjálæðislega
og betra er að passa sig vandlega á þeim.
Líkfylgd í Moskvu lenti illa í þessu
á launhelgum degi en sauðdrukknir þó
þeir lifandi voru allir keyrðir í klessu
en kistan lá alheil í flosmjúkum snjó.
Náttúran sjálf gefur skít í allt skvaldur
úr skýjunum blixtrandi eldingin þaut
en frændi í kistunni kúrandi kaldur
af kankvísum löggum var færður á braut.
Í kirkjuna að endingu borin var kistan
úr kafaldi og næðingnum komst inn að kór
það munaði litlu að löggan hún misst'ann
líkast til drukku þeir of mikinn bjór.
Fólkið grét lítið en geispaði mikið
gasprandi presturinn pissfullur hló.
Kórinn var falskur, það leið yfir líkið,
sem lá þarna í kistuni og fannst komið nóg.
Hans gamli boss sá bannsetti ruddi
brosti við líkinu og teiknaði kross
hinir þeir varirnar lögðu á líkið
en líkið hélt ró sinni og gaf engum koss.
Hvert sem við hlaupum þeir hlaupa okkur uppi,
hver og einn sem við mætum er merktur í nótt.
Við erum um lágnættið lifandi hræddir
þau látnu í gröfunum sofa öll rótt
annað hvort ein eða innan um aðra
aldrei þau kvarta um kost og logi
Þeim finnst engin ástæða til þess að kvarta
því þau eru hvort sem er komin i frí.
|