Mér finnst verst að vera einn á kvöldin
þegar veturinn er búinn hér um bil
og þú felur þig á bak við gluggatjöldin
og þykist ekki lengur vera til
Mér finns verst ef örlög öllu ráða
og ekkert getur örlögunum breytt
og þeir eru að hvetja þjóðina til dáða
en þú liggur heima og gerir ekki neitt.
Mér finnst verst ef kaldhæðni og hroki
eða hávaðasöm gleði umlykur allt
Ég glotti samt mót lífsins grimma roki
en fæ kvef því að mér verður svo kalt
En það er vont að vera hás með hita
og híma einn hér inni og þarfnast þín
Þó er verra að þú skulir vita
að ég elska þig samt enn þá ástin mín.
Mér finnst verst ef vinir mínir þegja
þegar tilveran er óvægin við þá
en þó er verra þegar að þeir segja
þér allt sem ekki mátti segja frá
Ég ven mig á að þusa um allar þrautir
og þarfagreini næstum allt sem er
það gæti leitt mig inn á betri brautir
og bætt minn hag -og sálina í mér.
Mér finnst verst þegar að sólin sest á kvöldin
og sólskinsdagur verður nóttin blá
og angurværir tónar taka völdin
og varúlfar með grímur fara á stjá
Mér finnst verst að verkja í alla skanka
og vita að þín tilvist veldur því
en þó er verra að vita að þú ert að banka
og ég verð að Ijúka upp iyrir þér á ný.
|